Lærum og leikum með hljóðin

Á lifandi og skemmtilegan hátt er börnum kennt að segja íslensku málhljóðin rétt, Þau læra hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið ...

QR Scan this code with your mobile device to download this app

Description

Á lifandi og skemmtilegan hátt er börnum kennt að segja íslensku málhljóðin rétt, Þau læra hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið um leið og lestrarferlið er undirbúið. Aðferðin byggir á áratuga reynslu talmeinafræðings í starfi með íslenskum börnum. Smáforritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. Tilvalið fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að æfa og læra íslensku hljóðin. This App is excellent for children and parents who want to learn how to pronounce and practice the Icelandic sounds in engaging activities. Created by a certified Speech-Language Pathologist to help, both children as well as adults, learn basic pronunciation and features of Icelandic. See also new App: Kids Sound Lab, which teaches the English sounds. Nánar: Með leiðsögn talmeinafræðings er kennt hvernig má laða fram íslensku málhljóðin á réttan hátt með aðstoð þeirra Mána og Maju. Hægt er að taka upp og hlusta á hvernig barnið segir orðin. Hægt er að fylgjast með framförum og skrá nafn, aldur og kyn þess sem æfir og vista hversu langt barnið er komið í hljóðunum. Þá má skrá athugasemdir jafnóðum og prenta út. Athugasemdir úr forritinu má senda í netpósti. Höfundur Lærum og leikum með hljóðin, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, hlaut tilnefningu fyrir ,,Lærum og leikum með hljóðin” til EUWIIN viðurkenningar 2011 (European Womens Inventors and Innovation Network). Hún byggir efnið á áratuga reynslu í starfi með íslenskum börnum. Grunnhugmyndafræðin var þróuð með Dr. Bernard Silverstein við University of Tennessee (d.2003). Uppbygging Lærum og leikum með hljóðin tekur mið af því í hvaða röð íslensk börn tileinka sér talhljóðin í máltökunni og því hvernig auðveldast er að kenna hljóðin. Hægt er að byrja skipulega á auðveldari hljóðum sem koma fyrir hjá mjög ungum börnum og halda áfram yfir í þau hljóð sem erfiðara er að segja. Þá má velja það hljóð sem æfa þarf sérstaklega án þess að fylgja röðinni með því að smella á táknmynd með vísan í hvert hljóð. Mmm…segir strákurinn sem fékk ís, Fff…fh… heyrist í reiðu kisunni o.s.frv. Búi Kristjánsson og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teikna líflegar og skemmtilegar myndir sem höfða vel til barna á öllum aldri. Raddir þeirra Felix Bergssonar og Védísar Hervarar Árnadóttur í hlutverki Mána og Maju, ná listilega vel til ungra sem aldinna. Lærum og leikum með hljóðin er notað víða í leik- og grunnskólum á Íslandi og er sýnt í barnaefni Stöðvar 2. Efnistök Lærum og leikum með hljóðin byggja á samnefndum bókum og námsefni Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Barnamenningarsjóður styrktu íslenska útgáfu Lærum og leikum með hljóðin í smáforrit fyrir spjaldtölvur.

More

Technical specifications

Version: 1.3

Size: 111.94 MB

System:

Price: 0,00 €

Day of release: 0000-00-0

Comments about Lærum og leikum með hljóðin

*We won´t use your data for marketing purposes, we only need to check your email

Do you know how to install the app?

Download Lærum og leikum með hljóðin free

We use cookies to improve our services and tailoring our ads to match your requirements and navigation habits. Accept · Read more